Styrking á eigin neglur, fyrir þær konur sem vilja safna upp sínum eigin nöglum en vera með auka styrkingu á þeim. Þessi meðferð hentar vel þeim sem ná að safna aðeins upp sínum eigin nöglum en lenda svo í því að neglurnar eru að klofna, rifna eða brotna. Styrkurinn í gelinu ver neglurnar frá utanaðkomandi áreiti.
Fallegt náttúrulegt útlit þar sem neglurnar eru styrktar með glæru eða fölbleiku geli, svo að útkoman er vel snyrtar neglur eins og þær séu með glært eða fölbleikt naglalakk. Tilvalið fyrir þær sem vilja styrkingu á sínar neglur en vilja naglalakka yfir þær með skemmtilegum litum.
Þessi meðferð hentar þeim konum sem eru með ágætis neglur en vilja fá aukinn styrk á þær. Þessi meðferð er mikið tekin af þeim konum sem mega ekki vera með mikið áberandi neglur í sinni vinnu en vilja samt vera með fallegar vel mótaðar neglur.