Í þessari meðferð eru náttúrulegu neglurnar lengdar með toppum eða formum í þá lengd og lögun sem hver og ein kýs, svo er nöglin byggð upp með geli.
Hægt er að fá marga fallega liti af gelum sem hægt er að nota og er útkoman á nöglunum eins og á vel naglalökkuðum nöglum með fallegum glansi. Munurinn á því að vera með naglalakk og litað gel er sá að með gelinu fæst auka styrkur sem gerður er með fallegri byggingu á neglurnar svo þær brotna síður og glans sem endist lengi, einnig þarf ekki að hafa áhyggjur af því að liturinn flagni strax af eins og naglalakkið vill gera.
Þessi meðferð hentar þeim konum sem vilja láta lengja og styrkja sínar neglur og vera með fallegann lit á þeim. Gelið ver neglurnar fyrir utanaðkomandi áreiti og varnar því að náttúrulegu neglurnar klofni, brotni eða rifni og leyfir þeim að vaxa óáreittum undir gelinu. Hver og ein ræður lengd og lögun naglanna.