Gelneglur er naglameðferð sem byggist upp á því að neglurnar eru undirbúnar fyrir gelið, síðan er það sett yfir náttúrulegu neglurnar og hert í svokölluðu UV ljósi. Það fer eftir nöglum hjá hverri og einni hversu lengi neglurnar endast en vanalega er það um 3 til 6 vikur. Fyrir þær sem vilja viðhalda fallegum nöglum þá er gott að koma aftur eftir um 4 vikur til að láta laga neglurnar.
Gelneglur henta flestum konum sem vilja vera með fallegar vel snyrtar neglur með lítilli fyrirhöfn.