Styrking á eigin neglur, fyrir þær konur sem vilja safna upp sínum eigin nöglum en vera með auka styrkingu á þeim. Þessi meðferð hentar vel þeim sem ná að safna aðeins upp sínum eigin nöglum en lenda svo í því að neglurnar eru að klofna, rifna eða brotna. Styrkurinn í gelinu ver neglurnar frá utanaðkomandi áreiti.
Lengi hefur það verið vinsælasta útlitið í gelnöglum að setja french lökkun fremst á neglurnar og hægt er að velja um marga liti á línuna. Neglurnar eru fallega mótaðar og svo french línan sett á og yfir það er svo byggingin sett sem veitir nöglunum auka styrk sem ver þær fyrir utanaðkomandi áreiti og varnar því að þær brotni.
Þessi meðferð hentar þeim konum sem eru með ágætis neglur en vilja fá aukinn styrk á sínar neglur og verja þær fyrir utanaðkomandi áreiti.