Naglasnyrting sem tekur stuttan tíma og dugar í allt að 2 vikur. Neglurnar eru þjalaðar í fallega lögun og svo lakkaðar með gellakkinu sem hægt er að fá í ýmsum fallegum litum, svo að útkoman verður fallegar vel lakkaðar neglur. Það sem gellökkunin hefur fram yfir naglalökk er að það endist töluvert lengur og liturinn nýtur sín betur með fallegum glans á.
Þessi meðferð hentar þeim konum sem eru með ágætis neglur og vilja fá smá dekur á þær.