Styrking á eigin neglur, fyrir þær konur sem vilja safna upp sínum eigin nöglum en vera með auka styrkingu á þeim. Þessi meðferð hentar vel þeim sem ná að safna aðeins upp sínum eigin nöglum en lenda svo í því að neglurnar eru að klofna, rifna eða brotna. Styrkurinn í gelinu ver neglurnar frá utanaðkomandi áreiti.
Hægt er að fá marga fallega liti af gelum sem hægt er að nota í styrkingu og er útkoman á nöglunum eins og á vel naglalökkuðum nöglum með fallegum glansi. Munurinn á því að vera með naglalakk og litað gel er sá að með gelinu fæst auka styrkur sem gerður er með fallegri byggingu á neglurnar svo þær brotna síður og glans sem endist lengi, einnig þarf ekki að hafa áhyggjur af því að liturinn flagni strax af eins og naglalakkið vill gera.
Þessi meðferð hentar þeim konum sem eru með ágætis neglur en vilja fá aukinn styrk á sínar neglur og verja þær fyrir utanaðkomandi áreiti.